top of page
Um Lendaskýluna
Markmið
Hugmyndin að Lendaskýlunni varð til þegar það var orðið ljóst að karlar hafa ekki sama úrval af undirfötum og konur. Það vantaði flottari og skemmtilegri og betri nærbuxur á karlmenn. Á Íslandi það er að segja. Það var því farið af stað með að breyta því og bjóða fólki upp á að kaupa öðruvísi nærföt fyrir sig, maka sinn eða félaga. Eitthvað spennandi, öðruvísi. Kynna ný snið og nýtt lúkk fyrir landanum, aðra liti, annan hugsunarhátt, meiri gleði, meiri kynþokka, meira gaman.
Framleiðendur
Lendaskýlan selur vörur frá hinu kanadíska PUMP!, bandaríska Skull & Bones, gríska Modus Vivendi og Petit-Q frá Frakklandi
bottom of page