top of page
Skilmálar
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Kaupandi getur hætt við kaupin innan 14 daga frá því að vara er afhent viðskiptavini, eða viðtakanda, sé viðtakandi annar en greiðsluaðili. Til að hægt sé að skila vöru þarf hún að vera ónotuð og vera í pakkningum með öllum merkingum og í upprunalegu ástandi.

Hægt er að skipta yfir í aðra vöru, fá inneignarnótu eða endurgreiðslu, en einungis að því gefnu að framangreind skilyrði séu uppfyllt. Kaupandi/viðtakandi greiðir póstburðargjald ef hann endursendir vöru í pósti.

Afgreiðsla, pöntun og sending

Um leið er greiðsla berst er pöntun afgreidd. Kaupandi fær staðfestingu í tölvupósti þess efnis að pöntun sé afgreidd. Hægt er að velja sem afhendingarmóta heimsendingarþjónustu Lendaskýlunnar sem sendir ókeypis inn um bréfalúgu eða í póstkassa á skilgreindu svæði á höfuðborgarsvæðinu; þ.e. Reykjavík (ekki Kjalarnes), Kópavogur þéttbýli, Garðarbær, Seltjarnarnes.

Einnig er hægt að fá vöru heimsenda hvert á land sem er með Póstinum í heimsendingu eða póstbox. Fara afhendingamátar og verð eftir verðskrá Póstsins. Afhendingarmáti fyrir Póstinn fer fram í greiðsluferli á Lendaskylan.com.

Fyrir þær vörur sem sendar eru með Póstinum þá gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstsins um flutning og afhendingu vöru.

Til að tryggja að vara berist, hvort sem það er með heimsendingaþjónustu Lendaskýlunnar eða með þjónustu Póstsins er mikilvægt að fylla út þær upplýsingar sem beðið er um: Nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang.

Lendaskýlan ber ekki ábyrgð á vöru sem send er með Póstinum. Verði vara fyrir tjóni í flutningi með Póstinum er það á ábyrð kaupanda/viðtakanda sem þarf að leita til Póstsins um þau mál.

Afhendingartími fyrir heimsendingarþjónustu Lendaskýlunnar er að jafnaði 1 virkur dagur frá móttöku greiðslu.

Afhendingartími fyrir sendingu með Póstinum er að jafnaði 2-3 virkir dagar. Lendaskýlan reynir eins og hún getur að koma pöntun til Póstsins eins hratt og hægt er.

Pantanir eru ekki afgreiddar um helgar. Pantanir sem berast um helgi eða á frídögum eru afgreiddar næsta virka dag.

Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður er samkvæmt verðskrá Póstsins og reiknast sjálfkrafa þegar viðskiptavinu gengur frá greiðslu. Hægt er að velja um heimsendingu eða fá sent í pakkabox.

 

Verð

Virðisaukaskattur, 24%, er alltaf innifalinn í vöruverði. Ef vara reynist ekki til á lager látum við viðskiptavin og bjóðum upp á aðra vöru eða endurgreiðslu. Verð í verfverslun geta breyst án fyrirvara.

Vörur

Lendaskýlan reynir að sýna vörur í réttum litum. Það er þó útilokað að tryggja að litbrigði séu 100% rétt. Getur það verið t.d. vegna mismunandi tækja sem notuð eru við að skoða vörur (t.d. símar, tölvuskjáir). Í mörgum tilvikum eru nærföt með stíl sem er í eðli sínu aðeins breytilegur milli eintaka. Hægt er að fá nánari lýsingar á vöru með því að senda tölvupóst á lendaskylan@gmail.com

Jólagjafir, gjafir og útsöluvörur

Skilafrestur á öllum jólagjöfum er til 14 janúar. Við setjum skiptimiða á allar gjafir og er skilafrestur almennt 14 dagar. Hægt er að merkja við að pöntun sé gjöf inná greiðslusíðu áður en greitt er.

Útsöluvörum fæst hvorki skilað né skipt.

Mátun

Kaupandi getur mátað flík þegar vara hefur borist en verðua þá að máta hana yfir sinn eigin nærfatnað. Ekki er hægt að skila nema skilyrði sem talin voru upp fremst í þessum skilmálum séu uppfyllt.

Greiðslur

Hægt er að greiða með millifærslu inn á reikning Lendaskýlunnar, sem skráður er á Augsins ehf. Einnig er hægt að greiða með kredit eða debetkorti í Rapyd kortaþjónustunnar. Er viðskiptavinur þá fluttur yfir á örugga greiðslusíðu Rapyd (rapyd.is) og fær Lendaskýlan engar upplýsingar um kortanúmer.

Trúnaður varðandi öll gögn.

Lendaskylan lofar viðskiptavinum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem Lendaskýlunni eru gefnar upp, svo sem heimilisfang, netfang, símanúmer og fleira. Upplýsingar um kaupendur verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Vefsíðan Lendaskylan.com notar vefkökur og notar þær einungis til að skoða og skilja hvernig viðskiptavinir skoða síðuna. Upplýsingar eru ekki persónurekjanlegar á neinn hátt. Upplýsingar eru notaðar af Google analyctics og Wix.com til að greina umferð um vefsíðuna.

bottom of page